Erlent

Hillary hittir partídýrið, áhættufæluna og Robin

Hillary Clinton á ekki von á góðu í Kazakstan í kvöld.
Hillary Clinton á ekki von á góðu í Kazakstan í kvöld.

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun í dag hitta nokkra af helstu þjóðarleiðtogum heimsins í fyrsta sinn frá því wikileaks skjölin litu dagsljósið.

Skjölin eru um 250 þúsund talsins og mörg þeirra eru palladómar um hina ýmsu þjóðarleiðtoga og eru sögur af sumum þeirra miður fallegar. Hillary kom í gær til höfuðborgar Kasakstans en þar mun hún sitja leiðtogafund aðildarríkja öryggis og samvinnustofnunar evrópu. Leiðtogi Kasakstans fær það meðal annars óþvegið í skjölunum þar sem stjórn hans er sögð gjörspillt. Clinton hefur gagnrýnt lekann harðlega og lýst honum sem árás á „heiminn".

Það gerir það þó sennilega ekkert auðveldara fyrir hana að sitja til borðs með mönnum á borð við Silvio Berlusconi forseta ítalíu eins og til stendur í kvöld, en hann fær ekki háa einkunn hjá bandarísku utanríkisþjónustunni og er sagður skemmta sér óhóflega og fá lítinn svefn.

Á meðal fleiri gesta á ráðstefnunni sem ekki fá háa einkunn í skjölunum má nefna Angelu Merkel, þýskalandskanslara, sem sögð er haldin áhættufælni, og og Medvedev forsætisráðherra Rússa sem Bandaríkjamenn segja að sé eins og Robin aðstoðar maður Batmans, en í þeirri samlíkingu er Pútin forsætisráðherra í hlutverki Batmans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×