Erlent

Fannfergi á Bretlandi

MYND/AP

Mikil snjókoma hefur enn á ný sett allar samgöngur úr skorðum á Bretlandseyjum í morgun. Langar bílaraðir hafa myndast á hraðbrautum, flugvöllum hefur verið lokað og lestum seinkað. Veðurfræðingar gera ráð fyrir áframhaldandi snjókomu um mestan hluta Englands, Skotlands og Wales. Mestri snjókomu í dag er spáð í London og í Skotlandi. Gatwcick flugvöllur er lokaður fram að hádegi hið minnsta og búist er við því að flugvöllurinn í Edinborg opni ekki fyrr en seinnipartinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×