Erlent

Mótmæli snerust upp í átök í Róm

Til átaka kom um stund í gær fyrir utan þinghúsið í Róm.
Nordicphotos/AFP
Til átaka kom um stund í gær fyrir utan þinghúsið í Róm. Nordicphotos/AFP
Mótmæli námsmanna í Róm snerust í gær um stund upp í harkaleg átök við lögreglu, sem beitti táragasi á mótmælendur, sem köstuðu eggjum, tómötum og reyksprengjum í lögregluna.

Stúdentar í Róm hafa undanfarið mótmælt niðurskurði til háskóla á fjárlögum.

Fjölmennt lið lögreglu var á torginu fyrir utan þinghúsið í Róm til að koma í veg fyrir að mótmælendur kæmust að þinghúsinu.

Þar fyrir innan sátu þingmenn og ræddu nýtt fyrirkomulag háskóla, sem margir hafa gagnrýnt fyrir að gera ráð fyrir of mikilli þátttöku einka­fyrirtækja.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×