Innlent

Sex starfsmenn vilja verða framkvæmdastjóri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þróunarsamvinnustofnun hefur verið með starfsemi í Namibíu þar sem þessi mynd er tekin.
Þróunarsamvinnustofnun hefur verið með starfsemi í Namibíu þar sem þessi mynd er tekin.
Sex starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar eru á meðal þeirra 33 sem sækja um starf framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar. Umsóknarfrestur rann út 8. nóvember síðastliðinn en gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið í desember.

Utanríkisráðuneytið hefur falið þeim Hermanni Erni Ingólfssyni, sviðsstjóra þróunarsamvinnusviðs utanríkisráðuneytisins, Helgu Hauksdóttur, mannauðsstjóra í ráðuneytinu og Steinari Berg Björnssyni, fyrrverandi forstjóra hjá friðargæslu Sameinuðu þjóðanna, að fara yfir umsóknir, leggja á þær mat og gera tillögur til sín.



Hér má sjá lista yfir umsækjendur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×