Lausn Magma málsins forsenda fyrir stuðningi við ríkisstjórnina 24. júlí 2010 14:11 Þingflokksformaður Vinstri grænna segist ekki styðja ríkisstjórnina áfram verði kaup Magma Energy á HS orku ekki gerð ógild. Það sé skýlaus krafa þingflokksins að þeim verði að rifta, ekki sé nóg að takmarka nýtingarréttinn. Iðnaðarráðherra segir að ríkið geti ekki rift samningi sem það er ekki aðili að. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir að samstaða sé innan þingflokksins um að það verði að ógilda samninginn um kaup Magma Energy á HS orku. „Þetta eru okkar orkuauðlindir sem jú margir hagfræðingar víðsvegar að hafa bent á að sé einn almesti styrkur Íslands til frambúðar og þetta er af þeirri stærðargráðu að það verður að koma í veg fyrir þetta þannig að það var skýr samhljómur um það að þetta mætti ekki gerast," segir Guðfríður Lilja. En kemur til greina að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að rifta kaupunum? „Ríkisstjórnin er ekki aðili að þessu máli þannig að orðalagið að rifta kaupum er ekki rétt því það er ekki hægt. Ríkið getur ekki rift samningi sem það er ekki aðili að, hins vegar getur ríkið mótað regluverkið þannig að ríkið sé sterkari aðili en raun ber vitni á orkumarkaði og það er bara eitthvað sem við erum að vinna í að skoða," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Guðfríður Lilja segir að ráðherra hafi heimild í lögum til að koma í veg fyrir tiltekna erlenda fjárfestingu ógni hún almannahag. Fimm ráðherrar úr ríkisstjórn funduðu í gær vegna málsins og leita nú lausna. „Þannig að ég ætla að leyfa mér að vona að niðurstaðan verði sú að fólk firri sig ekki ábyrgð heldur taki þetta traustataki og geri það sem þarf að gera, það er ekki á könnu þingsins það er ríkisstjórnin og ráðherrar hennar sem verða að aðhafast í málinu," segir Guðfríður Lilja. Guðfríður Lilja segir að ef ekkert verði gert í málinu geti hún ekki stutt ríkisstjórnina áfram. Tengdar fréttir Krefjast riftunar á kaupum Magma Þingflokkur Vinstri grænna hefur komið þeirri skýlausu kröfu á framfæri við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn að fundin verði leið til að rifta kaupum kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins varð þetta einróma niðurstaða þingflokksfundar sem haldinn var um Magma-málið í gærkvöldi. 24. júlí 2010 08:30 Niðurstaða í Magma málinu í næstu viku Katrín Júlíusdóttir aftekur með öllu að þingflokkur VG hafi komið þeirri skýlausu kröfu á framfæri vð Samfylkinguna að fundin yrði leið til að rifta kaupum kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. 24. júlí 2010 11:09 Þingflokkurinn fundaði um Magma og héraðsdóm Þingflokkur VG fundaði í kvöld um Magma málið og dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um lánavexti sem kveðinn var upp í dag. 23. júlí 2010 21:27 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna segist ekki styðja ríkisstjórnina áfram verði kaup Magma Energy á HS orku ekki gerð ógild. Það sé skýlaus krafa þingflokksins að þeim verði að rifta, ekki sé nóg að takmarka nýtingarréttinn. Iðnaðarráðherra segir að ríkið geti ekki rift samningi sem það er ekki aðili að. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir að samstaða sé innan þingflokksins um að það verði að ógilda samninginn um kaup Magma Energy á HS orku. „Þetta eru okkar orkuauðlindir sem jú margir hagfræðingar víðsvegar að hafa bent á að sé einn almesti styrkur Íslands til frambúðar og þetta er af þeirri stærðargráðu að það verður að koma í veg fyrir þetta þannig að það var skýr samhljómur um það að þetta mætti ekki gerast," segir Guðfríður Lilja. En kemur til greina að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að rifta kaupunum? „Ríkisstjórnin er ekki aðili að þessu máli þannig að orðalagið að rifta kaupum er ekki rétt því það er ekki hægt. Ríkið getur ekki rift samningi sem það er ekki aðili að, hins vegar getur ríkið mótað regluverkið þannig að ríkið sé sterkari aðili en raun ber vitni á orkumarkaði og það er bara eitthvað sem við erum að vinna í að skoða," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Guðfríður Lilja segir að ráðherra hafi heimild í lögum til að koma í veg fyrir tiltekna erlenda fjárfestingu ógni hún almannahag. Fimm ráðherrar úr ríkisstjórn funduðu í gær vegna málsins og leita nú lausna. „Þannig að ég ætla að leyfa mér að vona að niðurstaðan verði sú að fólk firri sig ekki ábyrgð heldur taki þetta traustataki og geri það sem þarf að gera, það er ekki á könnu þingsins það er ríkisstjórnin og ráðherrar hennar sem verða að aðhafast í málinu," segir Guðfríður Lilja. Guðfríður Lilja segir að ef ekkert verði gert í málinu geti hún ekki stutt ríkisstjórnina áfram.
Tengdar fréttir Krefjast riftunar á kaupum Magma Þingflokkur Vinstri grænna hefur komið þeirri skýlausu kröfu á framfæri við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn að fundin verði leið til að rifta kaupum kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins varð þetta einróma niðurstaða þingflokksfundar sem haldinn var um Magma-málið í gærkvöldi. 24. júlí 2010 08:30 Niðurstaða í Magma málinu í næstu viku Katrín Júlíusdóttir aftekur með öllu að þingflokkur VG hafi komið þeirri skýlausu kröfu á framfæri vð Samfylkinguna að fundin yrði leið til að rifta kaupum kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. 24. júlí 2010 11:09 Þingflokkurinn fundaði um Magma og héraðsdóm Þingflokkur VG fundaði í kvöld um Magma málið og dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um lánavexti sem kveðinn var upp í dag. 23. júlí 2010 21:27 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Krefjast riftunar á kaupum Magma Þingflokkur Vinstri grænna hefur komið þeirri skýlausu kröfu á framfæri við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn að fundin verði leið til að rifta kaupum kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins varð þetta einróma niðurstaða þingflokksfundar sem haldinn var um Magma-málið í gærkvöldi. 24. júlí 2010 08:30
Niðurstaða í Magma málinu í næstu viku Katrín Júlíusdóttir aftekur með öllu að þingflokkur VG hafi komið þeirri skýlausu kröfu á framfæri vð Samfylkinguna að fundin yrði leið til að rifta kaupum kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. 24. júlí 2010 11:09
Þingflokkurinn fundaði um Magma og héraðsdóm Þingflokkur VG fundaði í kvöld um Magma málið og dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um lánavexti sem kveðinn var upp í dag. 23. júlí 2010 21:27