Erlent

BP dælir sementi í borholuna á Mexíkóflóa

Aðgerðir BP olíufélagsins á Mexíkóflóa ganga mjög vel og ætlar félagið í dag að byrja að dæla sementi niður í borholuna sem lekið hefur olíu út í flóann.

Þegar er búið að dæla um 2.300 tunnum af sérstakri leðju niður í holuna en með því tókst að innsigla hana og stöðva lekann að fullu.

Samkvæmt talsmanni BP er sementdælingin í dag nokkurs konar trygging fyrir því að lekinn komi ekki upp að nýju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×