Innlent

Steingrímur: Nýtur forystan stuðnings?

Steingrímur J. Sigfússon ávarpaði flokksráð VG í dag.
Steingrímur J. Sigfússon ávarpaði flokksráð VG í dag. Mynd/Valli
„Þetta snýst um það að koma Íslandi aftur á fæturnar. Við þurfum samstöðu til þess. Það verður erfitt að standa í þessu ef við erum eitthvað hölt því aðstæðurnar eru nú nógu krefjandi án þess. Við þurfum auðvitað að vita - forysta flokksins, þingflokkur og forystusveit - höfum við stuðning og umboð frá flokknum og þessari stofnun til að halda þessari baráttu áfram. Við skulum bara fá það á hreint,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, þegar hann ávarpaði flokksráðs Vinstri grænna í dag.

„Stöndum við saman þá erum við sterk og það mun ekkert stöðva okkar. Við erum ekki í þeim hópi sem erum að tala kjarkinn úr þjóðinni. Við skulum ekki ganga í þann kór,“ sagði Steingrímur og benti á að nýleg skoðanakönnun hafi sýnt að almenningur vilji síst að Sjálfstæðisflokkurinn snúi aftur í ríkisstjórn.

Steingrímur sagði ríkisstjórnina hafa unnið mikið verk. „Sjá menn ekki þau risavöxnu verkefni sem þurft hefur að vinna til viðbótar öllu hinu? Einhver ómerkilegasti málflutningur sem veður uppi núna er innihaldslaust kjaftæði stjórnarandstöðunnar um það að þessi ríkisstjórn sé ekkert að gera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×