Stjórnin handbendi heilbrigðisráðherra - fréttaskýring 20. ágúst 2010 06:00 Umskipti Heilbrigðisráðherra ákvað að skipta út öllum stjórnarmönnum í Sjúkratryggingum Íslands á dögunum. Fá fordæmi eru fyrir slíku, en ráðherrann er fyllilega innan ramma laganna að mati stjórnsýslufræðings. Fréttablaðið/Vilhelm Er eitthvað athugavert við að heilbrigðisráðherra hafi skipt stjórn Sjúkratrygginga Íslands út á einu bretti? Heilbrigðisráðherra getur samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands skipt út stjórn stofnunarinnar hvenær sem honum sýnist, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í stjórnsýslufræðum. Í lögunum eru engin ákvæði um að stjórnarmenn séu skipaðir til ákveðins tíma, segir Gunnar Helgi. Ráðherra geti þannig skipt um stjórnarmenn hvenær sem honum sýnist. Við það bætist að ekki sé tilnefnt í stjórnina, og því ráðherrans að handvelja stjórnarmenn sem hann treystir til starfans. „Löggjafinn hefur ákveðið að gefa ráðherranum mjög víðtækt vald yfir stjórn stofnunarinnar,“ segir Gunnar Helgi. „Ég get ekki séð annað en að lögin geri ráð fyrir því að stjórnin sé handbendi ráðherra.“ Gunnar segir að miðað við þetta sé ekkert óeðlilegt við að nýr ráðherra skipti út öllum stjórnarmönnum á einu bretti, sjái hann ástæðu til þess. Það gerði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra einmitt um miðjan ágúst, eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Hann man þó ekki eftir dæmi um að ráðherra hafi skipt út öllum stjórnarmönnum í ríkisstofnun á einu bretti. „Þetta er ekki endilega slæm stjórnsýsla,“ segir Gunnar Helgi. Rök séu fyrir því að sumar stofnanir séu sjálfstæðar, en venjulega reglan sé sú að stjórnsýslunni sé stýrt af ráðuneyti og þar með ráðherra. Það sé fullkomlega eðlilegt, enda beri ráðherrann á endanum pólitíska ábyrgð á stofnuninni. Með stjórnarskiptunum er Álfheiður að undirstrika að hún ætli sér að hafa mikið um það að segja hvernig stofnuninni verður stýrt, segir Gunnar Helgi. Þrátt fyrir ótvíræða heimild til að skipta út stjórninni er ekki óeðlilegt að ráðherrann sé krafinn svara um hvers vegna hann treysti ekki stjórnarmönnunum, segir Gunnar Helgi. Hann segir Álfheiði hingað til ekki hafa gefið umbjóðendum sínum nægilega greinargóð svör við þeirri spurningu. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Er eitthvað athugavert við að heilbrigðisráðherra hafi skipt stjórn Sjúkratrygginga Íslands út á einu bretti? Heilbrigðisráðherra getur samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands skipt út stjórn stofnunarinnar hvenær sem honum sýnist, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í stjórnsýslufræðum. Í lögunum eru engin ákvæði um að stjórnarmenn séu skipaðir til ákveðins tíma, segir Gunnar Helgi. Ráðherra geti þannig skipt um stjórnarmenn hvenær sem honum sýnist. Við það bætist að ekki sé tilnefnt í stjórnina, og því ráðherrans að handvelja stjórnarmenn sem hann treystir til starfans. „Löggjafinn hefur ákveðið að gefa ráðherranum mjög víðtækt vald yfir stjórn stofnunarinnar,“ segir Gunnar Helgi. „Ég get ekki séð annað en að lögin geri ráð fyrir því að stjórnin sé handbendi ráðherra.“ Gunnar segir að miðað við þetta sé ekkert óeðlilegt við að nýr ráðherra skipti út öllum stjórnarmönnum á einu bretti, sjái hann ástæðu til þess. Það gerði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra einmitt um miðjan ágúst, eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Hann man þó ekki eftir dæmi um að ráðherra hafi skipt út öllum stjórnarmönnum í ríkisstofnun á einu bretti. „Þetta er ekki endilega slæm stjórnsýsla,“ segir Gunnar Helgi. Rök séu fyrir því að sumar stofnanir séu sjálfstæðar, en venjulega reglan sé sú að stjórnsýslunni sé stýrt af ráðuneyti og þar með ráðherra. Það sé fullkomlega eðlilegt, enda beri ráðherrann á endanum pólitíska ábyrgð á stofnuninni. Með stjórnarskiptunum er Álfheiður að undirstrika að hún ætli sér að hafa mikið um það að segja hvernig stofnuninni verður stýrt, segir Gunnar Helgi. Þrátt fyrir ótvíræða heimild til að skipta út stjórninni er ekki óeðlilegt að ráðherrann sé krafinn svara um hvers vegna hann treysti ekki stjórnarmönnunum, segir Gunnar Helgi. Hann segir Álfheiði hingað til ekki hafa gefið umbjóðendum sínum nægilega greinargóð svör við þeirri spurningu. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira