Innlent

Sigrún Björk segir árangur L-listans glæsilegan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigrún Björk Jakobsdóttir telur ekki að persónuleg mál sín hafi haft áhrif á niðurstöður kosninganna.
Sigrún Björk Jakobsdóttir telur ekki að persónuleg mál sín hafi haft áhrif á niðurstöður kosninganna.
„Mín fyrstu viðbrögð eru bara hamingjuóskir til l listans," segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. „Þetta var glæsileg kosning og flottur sigur hjá þeim," segir Sigrún Björk í samtali við Vísi. L-listinn fékk 6 menn kjörna á meðan að önnur framboð fengu einn mann hver.

Sigrún segist ekki telja að hennar persónulegu mál hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna, en kaupmáli sem hún og eiginmaður hennar gerðu var töluvert til umfjöllunar í aðdraganda kosninga. „Mér finnst það bara vera hrun þessara fjórflokka sem hér hafa verið í stjórnmálunum á Akureyri. Mér finnst það vera stærstu tíðindin," segir Sigrún Björk.

Sigrún Björk segir að fráfarandi meirihluti skili mjög góðu búi. Akureyrabær sé í mjög sterkri stöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×