Askan getur hindrað alla sjúkraflutninga 18. maí 2010 06:00 Vestmannaeyja-Þór Björgunarskip Landsbjargar eru fjórtán talsins og um borð er sami búnaður og finna má í sjúkrabíl. fréttablaðið/óskar P. friðriksson Vegna öskufalls kom sú staða upp í Vestmannaeyjum um helgina að erfitt eða ómögulegt hefði verið að koma veikum eða slösuðum undir læknishendur utan eyjanna. Sjúkraflug, hvort sem er með flugvél eða þyrlu, var óhugsandi vegna öskufallsins og vafasamt að fara sjóleiðina. Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, segir að öskumökkurinn hafi verið svo þykkur klukkutímum saman um helgina að hann hefði hæglega getað drepið á vélum skipa á leiðinni á milli lands og Eyja. „Þetta á líka við um björgunarskipið okkar, eins og önnur skip sem koma til greina. Það breytir því ekki að ef um líf og dauða er að tefla þá beitum við bátnum. Þá er hins vegar hætta á því að báturinn verði vélar-vana á leiðinni.“ Adolf útskýrir að ef askan, í miklu magni, berist inn í vélar bátanna í gegnum loftinntakið geti drepist á þeim. Vandinn sé einnig víðtækari en sjúkraflutningarnir einir, því björgunarskip Björgunarfélagsins þjóni í fimmtíu mílna radíus í kringum Vestmannaeyjar og geti sett strik í reikninginn ef að skip er í nauðum statt innan þess svæðis. „Við teljum að hættan sé ekki mikil á að þessar aðstæður komi upp. Hins vegar má segja að á föstudaginn hafi þetta átt við sem er óþægileg tilhugsun. Eins að við gætum búið við þessa hættu næstu mánuði, eins og sérfræðingar hafa þráfaldlega bent á.“ Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segir öskufallið um helgina setja öryggismál í Vestmannaeyjum í nýtt samhengi. Niðurskurður til stofnunarinnar hafi, og muni á næstunni óumflýjanlega hafa, þau áhrif að meiri þörf verði á því að flytja veika og slasaða frá Eyjum til aðhlynningar. „Það er engin spurning að það er viðbótarhætta sem myndast í þessu ástandi og er verulegt áhyggjuefni,“ segir Gunnar. Hann segir að nýja stöðu vegna eldgossins verði að skoða í samhengi við sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum. Nú sé flugið skipulagt frá landi en ráðuneytið hafi við útboð sjúkraflutninga fallist á þau rök í tvígang að flugvél þurfi að vera staðsett í Eyjum. „Þetta þarf að hafa í huga fyrir sumarið. Við tökum á móti þúsundum gesta í tengslum við Þjóðhátíð og íþróttamót barna og unglinga. Þá er ekkert vit í öðru en að flugvélin sé staðsett hérna. Við höfum bent á þetta ítrekað en það er ekkert frágengið“, segir Gunnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Vegna öskufalls kom sú staða upp í Vestmannaeyjum um helgina að erfitt eða ómögulegt hefði verið að koma veikum eða slösuðum undir læknishendur utan eyjanna. Sjúkraflug, hvort sem er með flugvél eða þyrlu, var óhugsandi vegna öskufallsins og vafasamt að fara sjóleiðina. Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, segir að öskumökkurinn hafi verið svo þykkur klukkutímum saman um helgina að hann hefði hæglega getað drepið á vélum skipa á leiðinni á milli lands og Eyja. „Þetta á líka við um björgunarskipið okkar, eins og önnur skip sem koma til greina. Það breytir því ekki að ef um líf og dauða er að tefla þá beitum við bátnum. Þá er hins vegar hætta á því að báturinn verði vélar-vana á leiðinni.“ Adolf útskýrir að ef askan, í miklu magni, berist inn í vélar bátanna í gegnum loftinntakið geti drepist á þeim. Vandinn sé einnig víðtækari en sjúkraflutningarnir einir, því björgunarskip Björgunarfélagsins þjóni í fimmtíu mílna radíus í kringum Vestmannaeyjar og geti sett strik í reikninginn ef að skip er í nauðum statt innan þess svæðis. „Við teljum að hættan sé ekki mikil á að þessar aðstæður komi upp. Hins vegar má segja að á föstudaginn hafi þetta átt við sem er óþægileg tilhugsun. Eins að við gætum búið við þessa hættu næstu mánuði, eins og sérfræðingar hafa þráfaldlega bent á.“ Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segir öskufallið um helgina setja öryggismál í Vestmannaeyjum í nýtt samhengi. Niðurskurður til stofnunarinnar hafi, og muni á næstunni óumflýjanlega hafa, þau áhrif að meiri þörf verði á því að flytja veika og slasaða frá Eyjum til aðhlynningar. „Það er engin spurning að það er viðbótarhætta sem myndast í þessu ástandi og er verulegt áhyggjuefni,“ segir Gunnar. Hann segir að nýja stöðu vegna eldgossins verði að skoða í samhengi við sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum. Nú sé flugið skipulagt frá landi en ráðuneytið hafi við útboð sjúkraflutninga fallist á þau rök í tvígang að flugvél þurfi að vera staðsett í Eyjum. „Þetta þarf að hafa í huga fyrir sumarið. Við tökum á móti þúsundum gesta í tengslum við Þjóðhátíð og íþróttamót barna og unglinga. Þá er ekkert vit í öðru en að flugvélin sé staðsett hérna. Við höfum bent á þetta ítrekað en það er ekkert frágengið“, segir Gunnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira