Erlent

ET phone home

Óli Tynes skrifar
Tekið á móti rússnesku byggingareiningunni.  Einhvernvegin minnir þetta á gamla vinsæla kvikmynd.
Tekið á móti rússnesku byggingareiningunni. Einhvernvegin minnir þetta á gamla vinsæla kvikmynd. Mynd/NASA

Bandaríska geimferjan Atlantis er nú við Alþjóðlegu geimstöðina en þangað flutti hún meðal annars nýja byggingareiningu sem verður bætt við stöðina.

Sú eining var smíðuð í Rússlandi. Hún verður notuð sem geymslurými og sem tengiport fyrir rússnesk geimför sem koma til stöðvarinnar.

Líklega veitir ekki af slíkri tengingu því verið er að leggja bandarísku geimferjunum enda þær orðnar gamlar og þreyttar. Atlantis er til dæmis þarna í sinni síðustu ferð.

Langt er í að Bandaríkjamenn klári að smíða nýjar geimferjur og þangaðtil verða það Rússar sem sjá um birgðaflutninga til Geimstöðvarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×