Erlent

Neanderdalsmenn borðuðu grænt

Neanderdalsmenn virðst hafa neytt fjölbreyttari fæðu en áður var talið. Rannsóknir benda nefnilega til að grænmeti og sjávarréttir hafi gjarnan verið á matseðlinum.

Neanderdalsmenn eru taldir hafa lifað góðu lífi í um 170 þúsund ár áður en þeir skyndilega dóu út fyrir um 30 þúsund árum. Mannfræðingar eru engan veginn sammála um hvað olli því.

Fræðimenn hafa flestir fullyrt að Neanderdalsmenn hafi einungis borðað kjöt. Fyrir fáeinum árum komu fram vísbendingar um að þeir hefðu einnig gjarnað neytt ýmist sjávarfangs. Alison Brooks, prófessor við George Washington háskóla, segir að rannsóknir bendi til þess að þetta sé rétt. Sömu rannsóknir gefi jafnframt til kynna að Neanderdalsmenn hafi borðað hinar ýmsu plöntur og grænmeti.

Þetta kom í ljós þegar Brooks og fleiri bandarískir fræðimenn könnuðu nýverið bein og tennur Neanderdalsmanna. Brooks segir ljóst að Neanderdalsmenn neyttu mun fjölbreyttari fæðu en áður var talið. Það skýri þó ekki af hverju þeir dóu skyndilega út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×