Erlent

Byltingarleiðtogar ákærðir

Júlía Timosjenkó mætti til yfirheyrslu í gær. nordicphotos/AFP
Júlía Timosjenkó mætti til yfirheyrslu í gær. nordicphotos/AFP
Úkraína, AP

Júlía Tímosjenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, var yfirheyrð í gær í tengslum við ásakanir um spillingu.

Hún var fyrr í mánuðinum ákærð fyrir að hafa notað fé, sem fékkst við sölu á kolefniskvóta samkvæmt Kyoto-bókuninni, til þess að standa straum af lífeyrisgreiðslum þegar hún var forsætisráðherra. Hún neitar þeim ásökunum.

Júrí Lútsenko, fyrrverandi innanríkisráðherra í ríkisstjórn hennar, var um síðustu helgi handtekinn fyrir að hafa misnotað völd sín og farið illa með fé.

Þau voru bæði í forystu appelsínugulu byltingarinnar svonefndu árið 2005 gegn Viktor Janúkovitsj, þáverandi forseta, sem nú er kominn til valda á ný.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×