Erlent

Sígaunakonum fjölgar á götum í Osló

Óli Tynes skrifar

Konur frá Austur Evrópu hafa lengi fundist á götum Oslóar og annarra stærri borga í Noregi. Lögreglan hefur vakið athygli á því að sígaunakonum fjölgar stöðugt í þeim hópi. Þær koma aðallega frá Búlgaríu og Rúmeníu.

Samtökin Pro Sentret sem hjálpa mörghundruð vændiskonum á ári segjast einnig hafa tekið eftir þessu og þetta valdi þeim miklum áhyggjum. Auk vændiskvenna hefur fundist ungt fólk og börn sem eru gerð út til þess að betla og stela.

Yfirvöld segja að þessi starfsemi sé vel skipulögð og nær öruggt að dæmi finnist um mansal. Bent er á að fyrir nokkru var komið upp um stóran hring í Lundúnum sem gerði út barnungar vændiskonur og betlara. Þetta voru allt sígaunar. Þar var um að ræða börn sem ekki voru einusinni komin á táningsaldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×