Erlent

Tryggja sig fyrir gröðum stjörnum

Óli Tynes skrifar
Tiger er ekki jafn vænlegur auglýsingakostur og áður.
Tiger er ekki jafn vænlegur auglýsingakostur og áður.

Stórfyrirtæki sem leigja stórstjörnur til þess að auglýsa framleiðslu sína eru í auknum mæli farin að taka sér svokallaðar vansæmdartryggingar. Þessi fyrirtæki eiga á hættu milljarða króna tap ef viðkomandi stjarna verður sér til skammar á einhvern hátt. Sem dæmi má nefna golffyrirtæki sem áttu viðskipti við Tiger Woods.

Annað dæmi er Coca Cola fyrirtækið sem ætlaði að fá Wayne Rooney til þess að auglýsa Coke Zero. Þær áætlanir runnu út í sandinn þegar sögur komust á kreik um að hann hefði haft samneyti við vændiskonu. Vansæmdartrygging er ein leið frá þessum vanda. Annar möguleiki sem verið hefur til umræðu er að hætta einfaldlega að nota stórstjörnur í auglýsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×