Innlent

Leiðbeina aðstandendum geðsjúkra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fundurinn fer fram á Túngötu 7.
Fundurinn fer fram á Túngötu 7.
Aðstandendur geðsjúkra vita ekkert hvert þeir eiga að leita eftir stuðningi og ráðgjöf, segir Kristín Tómasdóttir ráðgjafi hjá Geðhjálp.

Samtökin ætla að bæta úr þessu og munu koma á fót stuðningshópum fyrir aðstandendur geðveikra. Af því tilefni verður sérstakur fræðslufundur haldinn í húsnæði Geðhjálpar á Túngötu 7 klukkan átta i kvöld. „Þetta er svar okkar við mikilli eftirspurn eftir stuðningi við aðstandendur," segir Kristín.

Á fundinum mun Auður Axelsdóttir , forstöðumaður Geðheilsu-eftirfylgd og Hugaraflskona, meðal annars flytja erindi sem hún byggir á starfi sínu með aðstandendum geðveikra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×