Erlent

Banamein til rannsóknar

Tycho Brahe
Tycho Brahe
Jarðneskar leifar danska stjörnufræðingsins Tycho Brahe voru grafnar upp í gær, svo ganga megi úr skugga um hvort hann hafi verið myrtur.

Tycho Brahe lést í Prag árið 1601, aðeins 54 ára að aldri. Jarðneskar leifar hans hafa einu sinni áður verið grafnar upp. Það var árið 1901.

Sýnishorn af hári hans, sem þá voru tekin, voru rannsökuð árið 1996 og fannst í þeim óvenju mikið af kvikasilfri, sem vakti grun um að eitrað hafi verið fyrir honum.

Lengi var talið að hann hafi látist af völdum sýkingar í þvagblöðru eða vegna nýrnasjúkdóms.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×