Innlent

Ólafur Þórðarson er þungt haldinn

Ólafur Þórðarson Varð fyrir árás sonar síns á sunnudag og liggur alvarlega slasaður á Landspítalanum.Fréttablaðið/Vilhelm
Ólafur Þórðarson Varð fyrir árás sonar síns á sunnudag og liggur alvarlega slasaður á Landspítalanum.Fréttablaðið/Vilhelm
Ólafur Þórðarson tónlistarmaður liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir höfuðáverka sem sonur hans veitti honum á sunnudag.

Sonur Ólafs, Þorvarður Davíð Ólafsson, hefur játað að hafa ráðist á föður sinn og var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn. Árásina gerði Þorvarður á heimili Ólafs í Þingholtunum í Reykjavík. Framburður vitna leiddi til handtöku Þorvarðar og konu sem með honum var. Konunni var síðar sleppt.

Þorvarður sem er 31 árs gamall á sakaferil aftur til ársins 1998 og hefur meðal annars hlotið átján og fimmtán mánaða fangelsisdóma. Meðal afbrota sem hann er dæmdur fyrir eru fjórar líkamsárásir, fíkniefnasala og ólöglegur vopnaburður. Þorvarður var látinn laus úr fangelsi til reynslu í sumarlok.

Ólafur Þórðarson er landsþekktur tónlistarmaður allt frá því um miðjan sjöunda áratuginn. Hann er meðlimur í hinu ástæla Ríó Tríói sem enn er starfandi og hefur að undanförnu verið með tónleika eftir nokkurt hlé. Ólafur hefur að auki fengist við mörg önnur störf og er meðal annars dagskrárgerðarmaður á Rás 1 á Ríkisútvarpinu. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×