Innlent

Landeyjahöfn enn til vandræða

Óli Tynes skrifar

Síðasta ferð Herjólfs frá Eyjum til Landeyjahafnar í gær var felld niður vegna ölduhæðar við höfnina og óveðurs. Fyrstu tvær ferðirnar í dag falla líka niður af sömu orsökum og verður ekki farið til Þorlákshafnar í staðinn.

Tilkynnt var í gær um aðgerðir til að tryggja siglingaöryggi í Landeyjahöfn, meðal annars með því að færa ósa Markarfljóts austar. Bæjarráð Vestmannaeyja mun fjalla um málið í dag, en vilji er fyrir því í Eyjum, að ef ekki er hægt að fara morgunferðina til Landeyja, þá fari skipið til Þorlákshafnar í staðinn. Það sama eigi við um síðdegisferðina, fremur en að fella allar ferðir niður, ef ófært er til Landeyja.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×