Bókaþjóðin orðin nettengd 16. nóvember 2010 11:00 Rafbókin á eftir að breyta neyslumynstrinu, að mati Jóns Axels. Fréttablaðið/GVA Edda útgáfa hefur fyrst íslenskra útgáfna gert samning við Apple um dreifingu á rafrænum bókum. Eigendur iPad og iPhone geta nú nálgast fyrstu bókina á íslensku á rafrænu formi. Nýtist öðrum forlögum til að koma bókum sínum á netið. „Við munum alltaf vera bókaþjóð, það er bara spurning í hvaða formi það verður," segir Jón Axel Ólafsson, forstjóri Eddu útgáfu sem hefur stigið nýtt skref í útgáfu bóka á rafrænu formi hér á landi, með dreifingarsamningi við Apple. Eigendur iPad og iPhone geta því keypt íslenskar bækur í rafrænu formi frá Eddu útgáfu. Stór skref voru stigin í rafvæðingu á bókamarkaði í ár þegar Amazon setti Kindle-lestölvuna á markað og Apple iPad spjaldtölvuna. Jón Axel segir íslenska útgefendur ekki í aðstöðu til að gera dreifingarsamninga við Amazon í Kindle en Eddu hafi tekist að gera samning við Apple vegna tengsla við Disney. „Disney er að undirbúa útgáfu á sínu efni í Evrópu núna og þetta er liður í því," segir hann. Fyrsta íslenska rafræna bókin sem fáanleg er á iBookstore frá Apple er þegar komin út en fleiri bækur koma út á næstu dögum og vikum. „Við erum sem stendur að vinna í því að taka allt efni sem við eigum og breyta því fyrir þetta format. Bangsímon-útgáfan eins og hún leggur sig verður þarna, Stóra Disney matreiðslubókin og fleira." Spurður um möguleika rafbóka á Íslandi segist Jón telja þá jafn mikla og hverrar annarrar útgáfu. „Þetta á eftir að auka neysluna en breyta neyslumynstrinu. Bókin fer ekki neitt en það eina sem breytist er að í staðinn fyrir að taka eina bók með í ferðalagið tökum við hundrað eða tvö hundruð bækur." Dreifingarsamningur Eddu við Apple gæti einnig þýtt að nú styttist í að bækur annarra forlaga verði fáanlegar á rafrænu formi á íslensku. „Við erum í rauninni bara gátt að þessu dreifingarkerfi. Önnur forlög eða einstaklingar geta því komist í dreifingu á iBookstore í gegnum okkur. Það þýðir að kannski verður bráðum hægt að kaupa bækur eftir Arnald Indriðason á netinu á íslensku en það er nú þegar hægt að kaupa bækur hans á ensku í gegnum Harper-Collins." bergsteinn@frettabladid.isAuglýsing fyrir fyrstu rafbókina á íslensku.Fyrsta rafbókin á íslenskuFyrsta rafbókin á íslensku á vegum Eddu útgáfu er þegar fáanleg á iBookstore. Það er þýðing Sigurðar A. Magnússonar á bókinni Zen og listin að viðhalda vélhjólum, eftir Róbert Pirsig."Þeir feðgar, Sigurður A. Magnússon og sonur hans, Sigurður Páll, komu með þessa bók til okkar á sínum tíma og við ákváðum að vinna þetta verkefni með þeim af fullum krafti," segir Jón Axel. "Við sáum fljótt að þetta væri merkileg bók og í snilldarþýðingu Sigurðar, og kjörin til að marka upphaf rafbókaútgáfu á íslensku." Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Sjá meira
Edda útgáfa hefur fyrst íslenskra útgáfna gert samning við Apple um dreifingu á rafrænum bókum. Eigendur iPad og iPhone geta nú nálgast fyrstu bókina á íslensku á rafrænu formi. Nýtist öðrum forlögum til að koma bókum sínum á netið. „Við munum alltaf vera bókaþjóð, það er bara spurning í hvaða formi það verður," segir Jón Axel Ólafsson, forstjóri Eddu útgáfu sem hefur stigið nýtt skref í útgáfu bóka á rafrænu formi hér á landi, með dreifingarsamningi við Apple. Eigendur iPad og iPhone geta því keypt íslenskar bækur í rafrænu formi frá Eddu útgáfu. Stór skref voru stigin í rafvæðingu á bókamarkaði í ár þegar Amazon setti Kindle-lestölvuna á markað og Apple iPad spjaldtölvuna. Jón Axel segir íslenska útgefendur ekki í aðstöðu til að gera dreifingarsamninga við Amazon í Kindle en Eddu hafi tekist að gera samning við Apple vegna tengsla við Disney. „Disney er að undirbúa útgáfu á sínu efni í Evrópu núna og þetta er liður í því," segir hann. Fyrsta íslenska rafræna bókin sem fáanleg er á iBookstore frá Apple er þegar komin út en fleiri bækur koma út á næstu dögum og vikum. „Við erum sem stendur að vinna í því að taka allt efni sem við eigum og breyta því fyrir þetta format. Bangsímon-útgáfan eins og hún leggur sig verður þarna, Stóra Disney matreiðslubókin og fleira." Spurður um möguleika rafbóka á Íslandi segist Jón telja þá jafn mikla og hverrar annarrar útgáfu. „Þetta á eftir að auka neysluna en breyta neyslumynstrinu. Bókin fer ekki neitt en það eina sem breytist er að í staðinn fyrir að taka eina bók með í ferðalagið tökum við hundrað eða tvö hundruð bækur." Dreifingarsamningur Eddu við Apple gæti einnig þýtt að nú styttist í að bækur annarra forlaga verði fáanlegar á rafrænu formi á íslensku. „Við erum í rauninni bara gátt að þessu dreifingarkerfi. Önnur forlög eða einstaklingar geta því komist í dreifingu á iBookstore í gegnum okkur. Það þýðir að kannski verður bráðum hægt að kaupa bækur eftir Arnald Indriðason á netinu á íslensku en það er nú þegar hægt að kaupa bækur hans á ensku í gegnum Harper-Collins." bergsteinn@frettabladid.isAuglýsing fyrir fyrstu rafbókina á íslensku.Fyrsta rafbókin á íslenskuFyrsta rafbókin á íslensku á vegum Eddu útgáfu er þegar fáanleg á iBookstore. Það er þýðing Sigurðar A. Magnússonar á bókinni Zen og listin að viðhalda vélhjólum, eftir Róbert Pirsig."Þeir feðgar, Sigurður A. Magnússon og sonur hans, Sigurður Páll, komu með þessa bók til okkar á sínum tíma og við ákváðum að vinna þetta verkefni með þeim af fullum krafti," segir Jón Axel. "Við sáum fljótt að þetta væri merkileg bók og í snilldarþýðingu Sigurðar, og kjörin til að marka upphaf rafbókaútgáfu á íslensku."
Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Sjá meira