Erlent

Veiðimenn á vígaslóð

Óli Tynes skrifar

Sjúkrahús í Wisconsin í Bandaríkjunum búa sig nú undir dádýra-veiðitímabilið sem hefst um næstu helgi. Nánar tiltekið á laugardaginn. Áætlað er að þá muni ekki færri en 600 þúsund veiðimenn halda þungvopnaðir til skógar. Það eru fleiri vopnaðir menn en voru nokkrusinni samankomnir í einu á vígvellinum í Vietnam.

Auk þess að skjóta dádýr eru þessir veiðimenn gjarnir á að skjóta hver annan og sjálfa sig. Við þetta bætist að margir veiðimenn búa sér til skotbyrgi hátt uppi í trjám til að hafa sem besta yfirsýn. Og þeir detta niður í hrönnum. Það er því jafnan nóg að gera hjá heilbrigðisstarfsfólki þá níu daga sem veiðitíminn stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×