Innlent

Tekur hart á kúkalöbbum

Boði Logason skrifar
Krakkarnir kúkuðu á gólf rútu frá fyrirtækinu Sterna og fóru síðan út við heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans.
Krakkarnir kúkuðu á gólf rútu frá fyrirtækinu Sterna og fóru síðan út við heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans.
„Við erum að vinna í þessu máli og bera saman bækur okkar," segir Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri.

Á sunnudagskvöld varð rútubílstjóri hjá rútufyrirtækinu Sterna var við að einhverjir farþegar höfðu kúkað á gólfið aftast í rútunni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að krakkarnir sem hafi setið aftast hafi farið úr við sameiginlega heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar.

Jón Már segir að skólayfirvöld séu að grennslast fyrir um hver eða hverjir hafi verið þarna á ferðinni. „Það er með öllu óhæfilegt að fólk hegði sér með þessum hætti," segir Jón Már og bætir við að einn einstaklingur sé að koma óorði á aðra þrjú hundruð, sem búa á heimavistinni. „Við erum búin að fá nóg af svoleiðis samfélagi þar sem fólk ætlar að skáka í slíku skjóli."

„Þetta er einn af þrjú hundruð einstaklingum og við vitum ekki úr hvorum skólanum hann er, það skiptir svo sem ekki öllu máli, en þetta er siðlaust með öllu og ólíðandi. Við tökum jafn hart á þessu, sama hvor skólinn á þarna hlut að máli," segir Jón Már að lokum.






Tengdar fréttir

Menntaskólakrakkar kúkuðu í rútu á leið til Akureyrar

„Ég keyrði sjálfur þessa leið í 25 ár og ég varð aldrei var við neitt slíkt öll þau ár, og ég keyrði þessa leið á hverjum degi liggur við,“ segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf., sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×