Innlent

Óttast að blokkin fyllist af barnafólki

Foreldrar með tveggja ára tvíburasystur og fjögurra ára dreng eru á leið úr þessu húsi sem ætlað er fimmtíu ára og eldri.Fréttablaðið/Daníel
Foreldrar með tveggja ára tvíburasystur og fjögurra ára dreng eru á leið úr þessu húsi sem ætlað er fimmtíu ára og eldri.Fréttablaðið/Daníel
„Það sem um ræðir er að maður keypti hér íbúð og þar býr sonur hans og tengdadóttir á fertugsaldri ásamt þremur litlum börnum, öllum innan þriggja ára,“ segir hússtjórn Skipalóns 16 til 20 í Hafnarfirði í bréfi til Fréttablaðsins.

Með bréfinu leiðréttir hússtjórnin þá missögn blaðsins að það sé sautján ára piltur, leigjandi íbúðar föður síns í húsinu, sem húsfélagið vilji að flytji út vegna þess að kvöð sé á öllum íbúðunum um að eigendur og leigjendur séu orðnir að minnsta kosti fimmtíu ára. Hússtjórnin segir að aldrei nokkurn tíma hafi staðið til að amast við því að fólk yfir fimmtíu ára í blokkinni hefði með sér börn sín – á hvaða aldri sem þau eru.

„Okkur, sem keyptum hér íbúðir, sem eru með þeirri þinglýstu kvöð að þær séu sérstaklega ætlaðar fimmtíu ára og eldri, þótti þetta ekki vera í samræmi við okkar væntingar, enda íbúðirnar mun dýrari en aðrar sambærilegar á þeim tíma einmitt vegna þessarar kvaðar. Og til þess að þetta myndi ekki hafa fordæmisgildi og smám saman yrði hér fullt af ungu fólki með börn, þá var leitað álits Kærunefndar húsamála,“ segir hússtjórnin um málið um smábarnafjölskylduna fyrrnefndu. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×