Lífið

Íranskar frelsishetjur vilja sjá Sigur Rós

Dýrka Sigur Rós Íranskar frelsishetjur vilja sjá Sigur Rós á sviði á Íslandi. Hanna Björk Valsdóttir, sem dvaldi í Íran um árabil, segir indí-rokkara frá Íran eiga yfir höfði sér fangelsisvist ef þeir nást við iðju sína.
Dýrka Sigur Rós Íranskar frelsishetjur vilja sjá Sigur Rós á sviði á Íslandi. Hanna Björk Valsdóttir, sem dvaldi í Íran um árabil, segir indí-rokkara frá Íran eiga yfir höfði sér fangelsisvist ef þeir nást við iðju sína.

Í kúrdísku heimildarmyndinni Nobody Knows About the Persian Cats eftir Bahman Ghobadi kemur fram að aðalsöngvari einhverrar fremstu indí-sveitar Írans, Take it Easy Hospital, þráir ekkert heitar en að sjá Sigur Rós á sviði á Íslandi. Til að setja þetta í samhengi er rétt að geta þess að indí-rokk og önnur vestræn tónlist er stranglega bönnuð í klerkaríkinu og hljómsveitarmeðlimir þurfa að fara huldu höfði þegar þeir leika tónlist sína á opinberum vettvangi.

Hanna Björk Valsdóttir kvikmyndagerðarmaður vann með leikstjóranum Bahman í Íran þegar hún var þar fyrir nokkrum árum. Hún segir hljómsveitir á borð við Take it Easy Hospital vera hálfgerðar frelsishetjur í landinu. Þær berjist gegn ríkjandi valdakerfi með tónlist sinni og hafi jafnvel setið í fangelsi fyrir list sína. „Tónleikar þessara sveita fara fram á mjög leynilegum stöðum enda eiga þær yfir höfði sér fangelsisvist ef yfirvöld hafa hendur í hári þeirra, segir Hanna.

Nobody Knows About the Persian Cats var frumsýnd á Cannes-hátíðinni í fyrra og fékk mjög góð viðbrögð. Bahman Ghobadi hefur hins vegar ekki mátt snúa aftur til föðurlands síns því myndin var gerð í óþökk íranskra yfirvalda.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.