Erlent

Árásargjarnir hanar fá John Lennon-gleraugu

Þessi hani er alveg pollrólegur
Þessi hani er alveg pollrólegur
Kjúklingabændur í Kína hafa farið nýstárlega leið til að minnka líkur á slagsmálum á milli unghana en til að reyna að halda fuglunum rólegum hafa þeir sett á höfuð þeirra plastskyggni sem helst má líkja við sólgleraugu þau sem John Lennon gekk gjarnan með.

Sólgleraugun svokölluðu voru hönnuð sérstaklega með það fyrir huga að koma ró yfir unghana á stórum búum. „Hanarnir okkar eru mjög árásargjarnir að eðlisfari. Þegar þeir sjást leiðir það jafnvel til blæðandi sára," segir kjúklingabóndinn Jiang Hau í Chengdu-héraði í Suðvestur-Kína. Hann bendir á að þar sem hanarnir ganga lausir um hafi verið óhjákvæmlegt að þeim lenti saman, þar til sólgleraugun góðu komu til sögunnar.

„Með þessi plastgleraugu sjá þeir hvern annan ekki skýrt og eru þess vegna miklu rólegri," segir hann.

Aðrir kjúlingabændur á svæðinu eru sagðir líta plastgleraugun hýrum augum og stefna á að taka þau í notkun til prufu. Ef þau reynast vel ætla þeir að kaupa John Lennon-gleraugu fyrir alla hanana sína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×