Erlent

Berrassaðir um borð í flugvélarnar?

Óli Tynes skrifar
Farþegar gjörið svo vel að ganga um borð.
Farþegar gjörið svo vel að ganga um borð.

Bandaríska flugfélagið Spirit Airlines hefur tekið upp á því að taka gjald fyrir handfarangur sem er settur í geymslu fyrir ofan sæti.

Gjaldið er 6000 krónur fyrir hvern hlut sem þangað fer. Mörg flugfélög eru farin að taka gjald fyrir ferðatöskur sem eru innritaðar en Spirit er fyrst flugfélaga til  að taka gjald fyrir handfarangur.

Bandarískur markaðsfræðingur telur að flugfélögin séu komin út á hálan ís. Farþegar séu orðnir býsna þreyttir á viðbótarálögum.

Hann segir að það virðist stefna í að menn þurfi að mæta berrassaðir í flug.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×