Innlent

Dansstuttmynd á kvikmyndahátíð í Hollandi

úr myndinni Between.
úr myndinni Between.

Íslenska dans-stuttmyndin Between, eftir María Þórdísi Ólafsdóttur, hefur verið valin á kvikmyndhátíðina Cinedans í Amsterdam í Hollandi sem fer fram 9. til 12. desember. Hátíðin er ein sú stærsta í Evrópu sem sérhæfir sig í dansi.

Myndin varð partur af skólaverkefni hjá Maríu Þórdísi, dansnema í Listaháskóla Íslands 2010. Hún og Hilmir Jensson eru dansarar í verkinu. Hilmir ústkrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2010 af leiklistarbraut.

Tónlist myndarinnar er eftir Einar Sverrir Tryggvason en hann er nemi á tónlistarbraut Listaháskóla Íslands. Tökur og eftirvinnsla var í höndum Nínu Cohagen sem er nemandi á loka ári í Margmiðlunarskólanum.

"það kom mér mjög á óvart að myndin mín hefði verið valin. Þetta var fyrsta myndin mín sem ég hef gert og var hún partur af skólaverkefni í Listaháskólanum. Það er mikill heiður að hafa komist þangað inn og hvetur mann áfram til þess að búa til fleiri myndir," segir María Þórdís.

Myndin fjallar um þunna línu á milli alls, milli raunveruleikans og draums, á milli sturlunar og þess að vera heill að sögn Maríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×