Innlent

Kæfa og kraftaverkadrykkur afturkallað af markaði

Valur Grettisson skrifar
My secret.
My secret.

Engiferdrykkurinn Aada frá My Secret hefur verið innkallaður af markaði vegna heilsufullyrðinga en tilkynningu þess eðlis má finna á heimasíðu matvælastofnunnar.

Á umbúðum drykksins koma fram heilsufullyrðingar sem ekki er heimild fyrir. Um er að ræða fullyrðinar eins og að drykkurinn sé hollur orkudrykkur, vatnslosandi, vörn gegn ýmsum kvillum og að hann auki skerpu og athygli.

Nýjar vörur hafa fengið nýjar merkingar sem innihalda ennþá heilsufullyrðingar sem ekki er heimild fyrir.

Þá hefur varan KEA kindakæfa - gamaldags kindakæfa verið afturkölluð.

Varan er með strikamerki: 5690600705198 Lýsingin er sú að þetta sé kælivara sem innihaldi kryddblöndu með innihaldsefnunum hveiti, sojaprótein og sellerí.

Þessi efni eru ekki tilgreind í innihaldslýsingu kæfunnar. Framleiðandi vörunnar, Norðlenska, hefur innkallað vöruna og gefið út svohljóðandi yfirlýsingu til neytenda.

„Þar sem hveiti, soja og sellerí eru þekktir ofnæmis- og óþolsvaldar er varan varasöm fyrir ákveðna neytendahópa. Varan er örugg og heilnæm fyrir aðra neytendur. Vara framleidd fyrir 11.11.2010 hefur verið tekin úr sölu í verslunum.

Þeir neytendur sem kunna að eiga vöruna og hafa ofnæmi eða óþol fyrir hveiti, soja eða sellerí eru beðnir um að hafa samband við Norðlenska í síma 840-8883 eða í gegnum netfangið sigurgeir hjá nordlenska.is."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×