Innlent

Vilja Róbert Spanó í rannsóknarnefnd kirkjunnar

Róbert Spanó.
Róbert Spanó.

Fyrri umræðu lauk í dag um fyrsta mál kirkjuþings er varðar starfsreglur um rannsóknarnefnd.

Forsætisnefnd kirkjuþings gerði tillögu um að í rannsóknarnefnd um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni, fyrrverandi biskups, vegna kynferðisbrota, sætu Róbert R. Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Þá er lagt til að hann verði formaður.

Svo var lagt til að dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur og klínískur dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands og Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness og aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík sætu í rannsóknarnefndinni.

Líklegt þykir að tillagan verði samþykkt eins og hún hefur verið lögð fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×