Erlent

40 fórust í kjarreldum í Ísrael

Óli Tynes skrifar

Minnst fjörutíu manns fórust í miklum kjarreldum í Ísrael í dag. Flestir þeirra sem fórust voru ísraelskir fangaverðir sem voru að reyna að bjarga palestinskum föngum.

Eldurinn kviknaði í Karmelhéraði í norðurhluta landsins og breiddist ógnarhratt út. Björgunarsveitir voru sendar á vettvang til þess bæði að bjarga fólki af búgörðum og bæjum og einnig til þess að forða um 500 palestínumönnum sem þar voru í fangelsi.

Palestínumönnunum var bjargað. Hinsvegar kviknaði í rútu sem var að flytja fangaverði sem áttu að aðstoða við björguninni. Aðeins þrír menn komust af í rútunni og voru þeir allir skaðbrenndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×