Innlent

Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma

Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu.

Nemandinn, sem ekki vill koma fram undir nafni og segist ekki hafa átt beinan þátt í deilunni, segir að erjurnar hafi byrjað eftir að strákur við skólann móðgaði kærustu drengsins, sem nú er flúinn land ásamt föður sínum.

Kærastinn er sagður hafa tekið móðgunina óstinnt upp, safnað liði og mætt ásamt nokkrum vinum sínum í menntaskólann til þess að jafna um þann sem móðgaði kærustuna. Að hans sögn voru drengirnar vopnaðir hnífum og hnúajárnum. Síðan hafi erjurnar undið upp á sig en í gær voru tveir handteknir vegna málsins.

Nemandinn sem hafði samband við Vísi vildi láta það koma skýrt fram að kynþáttafordómar hefðu ekkert með málið að gera.

Lögreglan segist hinsvegar telja að málið tengist kynþáttahatri og fjölskylda drengsins gerir það einnig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×