Innlent

Gunnar Rúnar gæti sloppið fyrr

Andri Ólafsson skrifar
Líkur eru á Gunnar Rúnar Sigurþórsson sleppi fyrr en ella út í samfélagið verði hann úrskurðaður ósakhæfur. Þetta er reynslan í nágrannalöndum okkar. Stysti tíminn sem einstaklingur hefur þurft að dvelja á Sogni er tvö ár.

Tvær geðrannsóknir hafa verið gerðar á Gunnari Rúnari síðan hann játaði morðið á Hannesi Helgasyni. Niðurstaða þeirra beggja er sú að Gunnar sé ósakhæfur. Endanlegur úrskurður um þetta er þó í höndum dómara morðmálsins en fari það svo að hann úrskurði Gunnar ósakhæfan bíður hans vistun á réttargeðdeildinni að Sogni.

Þetta eiga aðstandendur Hannesar erfitt með að sætta sig við. Þannig sé Gunnar að sleppa billega frá hinum voðalega verknaði.

Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir á Sogni, segir það ekkert grín að vera dæmdur ósakhæfur og lenda á öryggisdeild, sá úrskurður sé ótímabundinn.

Þá séu líka strangari reglur um leyfi og annað í þeim dúr á Sogni en til að mynda á Litla-Hrauni. Ekki er heldur hægt að komast þaðan út nema að undangengnu ítarlegri geðmati. Sem er svo borið undir Héraðsdóm

16 ára fangelsi bíður flestra sem fremja morð hér á landi en allar líkur eru á því að Gunnar verði ekki svo lengi inn á Sogni ef marka má reynslu nágranna okkar á Norðurlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×