Erlent

Verður hugsanlega ákærður fyrir njósnir

Julian Assange.
Julian Assange.

Julian Assange stofnandi Wikileaks mun á næstunni vera ákærður fyrir njósnastarfsemi í Bandaríkjunum, ef marka má lögmann hans.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur verið að skoða hugsanlegar ákærur gegn Assange, meðal annars brot á njósnalögum frá árinu 1917, sem gæti orðið niðurstaðan vegna birtingar þúsunda leynilegra skjala úr ráðuneytum Bandaríkjanna.

Jennifer Robinson lögmaður hans sagði ákæru liggja í loftinu.

Hún sagðist ennfremur telja að skjólstæðingur sinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi í London eftir að hann var handtekinn vegna kynferðisglæps í Svíðþjóð, njóti verndar laga um málfrelsi Bandarísku stjórnarskrárinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×