Innlent

Starfsmenn Varnarmálastofnunnar til Landhelgisgæslunnar

Varnarmálastofnun.
Varnarmálastofnun.

Samkomulag hefur náðst um skiptingu á verkefnum Varnarmálastofnunnar sem lögð verður niður samkvæmt lögum næstu áramót.

Fimmtíu starfsmenn starfa hjá stofnuninni en þeir munu allir færast til Landhelgisgæslunnar samkvæmt formanni utanríkismálanefndar, Árna Þór Sigurðssyni sem rætt var við í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Samkomulagið felur í sér að flest verkefni Varnarmálastofnunnar færist yfir til Landhelgisgæslunnar. Þá munu þjóðaröryggismál tilheyra ríkislögreglustjóra. Milliríkjasamskipti og stjórnmál verða svo í höndum utanríkisráðuneytisins.

Framsóknarflokkurinn hefur gagnrýnt niðurlagningu stofnunarinnar en Eygló Harðardóttir gagnrýndi svörin sem hún fékk á fundi utanríkismálanefndar í dag harðlega.

Árni Þór sagði ágæta sátt ríkja á milli ráðherra í málinu en Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra voru staddir á fundinum.




Tengdar fréttir

Varnarlaus gegn klúðri

Niðurlagning Varnarmálastofnunar virðist ætla að verða hið mesta klúður. Stofnunin verður lögum samkvæmt lögð niður eftir þrjár vikur. Eins og fram kemur í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær hefur enn ekki verið ákveðið hvaða stofnanir taka þá að sér verkefni hennar.

Segir Varnarmálastofnun lagða niður í verðlaunaskyni fyrir ESB

Í skjölum Wikileaks, sem voru birt í Fréttablaðinu í dag, kemur fram að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Carol Van Woorst, fullyrðir að Ellisif Tinna Víðisdóttir, sem var forstjóri Varnamálastofnunnar, hafi sagt í samtali við sendiráðið, að hún teldi að stofnunin væri lögð niður til þess að verðlauna Vinstri græna vegna stuðnings við ESB umsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×