Erlent

Ekkert lát á vetrarhörkunni í Evrópu

Ekkert lát er á vetrarhörkunni í Evrópu og búist er við áframhaldandi truflunum á flugsamgöngum, lestarferðum og almennri bílaumferð í álfunni í dag.

Í Póllandi er nú 26 stiga frost og þar hafa átta manns látist vegna kuldans. Fimm í viðbót hafa látist í öðrum Evrópulöndum og tveir í Bretland að sögn BBC.

Gatwick flugvöllur í London er lokaður sem og flugvöllurinn í Genf og fleiri flugvellir víða um álfuna. Eurostar hefur aflýst helmingi af lestarferðum sínum í dag.

Þá hefur mikil snjókoma lamað allar samgöngur í suðurhluta Danmerkur. Reiknað er með að vetrarhörkurnar halda áfram í nokkra daga enn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×