Erlent

Verði Cheryl Cole dómari í X-Factor þarf að texta hana

Framleiðendur X-Factor sjónvarpsþáttarins í Bandaríkjunum eru í vandræðum. Girls Aloud stjarnan Cheryl Cole kemur sterklega til greina sem einn af dómurum í þáttinn á næsta ári en samtök þýðenda segja augljóst að þá verði að texta allt sem hún segir. Samtökin létu gera könnun á málinu á meðal 226 þýðenda um heim allan og settu þeir Cheryl í fjórða sætið yfir breskar stjörnur sem erfitt er að skilja.



Það væru því allar líkur á því að meirihluti Bandaríkjamanna myndi ekki eiga möguleika á því að skilja hana.

Wayne Rooney, Alex Ferguson og Susan Boyle voru einu stjörnurnar sem erfiðara er að skilja, samkvæmt könnuninni.

Í meðfylgjandi myndskeiði geta lesendur sjálfir lagt mat á hvernig könum muni ganga að skilja Cole.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×