Innlent

Kærleikskúlan í ár ber heitið Fjarlægð

Kærleikskúlan 2010 eftir Katrínu Sigurðardóttur
Kærleikskúlan 2010 eftir Katrínu Sigurðardóttur Mynd/www.slf.is
Kærleikskúla Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra fer í sölu á laugardag, en kúlan hefur verið seld til styrktar félaginu frá árinu 2003. Það er skúlptúristinn Katrín Sigurðardóttir sem hannar kúluna í ár.

Kærleikskúlan hefur vakið mikla athygli síðustu ár, en allur ágóði af sölu hennar rennur óskiptur til brýnna verkefna í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Það var enginn annar en Erró sem hannaði fyrstu kúluna en margir frægir listamenn hafa tekið að sér verkið síðustu ár. Má þar nefna Ólaf Elíasson, Rúrí, Gabríelu Frðriksdóttur og Eggert Pétursson.

Kúlan er ekki síst merkileg fyrir þær sakir að sér Karl Sigurbjörnsson Biskup Íslands hefur blessað kúluna ár hvert. Eins og fyrr segir er það Katrín Sigurðardóttir sem hannar kúluna í ár og ber hún heitið Fjarlægð.

Katrín er einn af fremstu skúlptúristum þjóðarinnar en hún býr og starfar í New York og Reykjavík. Hún sækir hugmyndir sínar jafnan í íslenskt landslag og arkitektúr, en verk hennar vekja gjarnan samhljóm meðal fólks, þar sem þau fjalla um kortlagningu feraðalaga mannsins í tíma og rúmi, í raunveruleikanum eða í huganum.

Kúlan í ár er engin eftirbátur fyrirrennara sinna, en orð listakonunnar sjálfrar fá henni best líst. Verkinu Fjarlægð lýstir Kastrín með eftirfarandi hætti:

"Þegar ég horfði inn í kúluna í fyrstu, þá sá ég fyrir mér þekkt minni; lítinn heim innan í kúlunni og endamörk hans, glerið sjálft eins og sjóndeildarhring þess sem horfir innan úr miðju hans. Kúlan er alheimur í sjálfum sér, en í hönd manns er þessi litla veröld bara ögn í stærri alheimi - sem kannski er líka ögn í enn stærri alheimi, lítill viðkvæmur hlutur í hönd einhvers sem starir innan í hann."

Það er Valgerður Jónsdóttir og Bjöllukórinn sem hljóta kúluna í ár, en Valgerður hefur einbeitt sér að því að kenna börnum með sérþarfir tónlist.

Kúlan verður síðan seld í verslunum víða um land til 18.desember, en hægt er að kynna sér það betur inn á heimasíðu félagsins, SLF.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×