Erlent

Vetrarhörkur í takt við Norður Atlantshafssveifluna

Miklar vetrarhörkur í miðhluta Evrópu að undanförnu eru í takt við svokallaða Norður Atlantshafssveiflu.

Norður Atlantshafssveiflan eða North Atlantic Oscialltion er veðurfarbreyting sem stendur yfir í um áratug í senn. Þessi sveifla myndast á milli lágþrýstisvæðisins við Ísland og háþrýstisvæðisins við Azoreyjar og breytist eftir styrkleika þessara svæða.

Svo vill til að hún er í neikvæðasta enda sínum í ár sem þýðir mikla úrkomu í suðurhluta Evrópu, fimbulkulda og vetrarhörkur um miðhluta Evrópu og nokkuð milt veður nyrst í álfunni að vetrarlagi. Fólk í norðurhluta Noregs kvartar ekki yfir veðurfarinu að undanförnu á meðan fólk í Pólland deyr vegna kulda.

Þegar Norður Atlantshafssveiflan er í jákvæðasta enda sínum er þurrviðri í suðurhluta Evrópu, mildir vetur um miðhlutann og kuldi í norðurhlutanum.

Sem dæmi um neikvæða endann má nefna veðurfrétt í Berlingske Tidende frá síðustu helgi. Þar sagði að fjögurra stiga frost væri í Nice, þriggja stiga frost í Mílan og blindhríð í Bæjararlandi, Skotlandi og á Skáni. Í Nook á Grænlandi var hinsvegar rúmlega 15 stiga hiti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×