Innlent

Forsætisráðherra: Samkomulag í höfn

Samkomulag hefur náðst milli ríkisstjórnar og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skulda heimila og fyrirtækja. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir langa fundarsetu í dag að aðeins ætti eftir að fínstilla nokkur atriði við bankana áður en málið verður lagt fyrir ríkisstjórnarfund í fyrramálið.

Hún reiknar með að skrifað verði undir samkomulag stjórnvalda, fjármálastofnana og fleiri, að loknum ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.

Aðgerðirnar munu fela í sér lækkun skuldabyrði skuldugustu heimilanna og breytingar á vaxtabótakerfi. Þá segir forsætisráðherra að þær almennu aðgerðir sem gripið verði til muni gagnast um 40 þúsund heimilum í landinu og að þær muni einnig ná til millitekjufólks.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×