Innlent

Erfiðlega gengur að flytja Vonarstræti 12 á Kirkjustræti

MYND/Tinni

Hafist var handa við að flytja húsið sem staðið hefur við Vonarstræti 12 yfir á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Verkið gengur þó brösuglega því húsið reyndist heilum 25 tonnum þyngra en talið var. Húsið hefur síðustu árin verið skrifstofa þingflokks Vinstri grænna og þar áður ýmissa flokka. Við verkið eru notaðir tveir stórir kranar enda mikið verk að lyfta heilu húsi, sem í fyrstu var talið 81 tonn að þyngd en í ljós kom að það var 25 tonnum þyngra en áður var talið.

Á nýja staðnum verður húsið hluti af húslengju Alþingis við Kirkjustræti. Ekki er búið að ákveða hvaða hlutverki nákvæmlega það muni gegna í framtíðinni að því er fram kom í Fréttablaðinu á dögunum. Á nýja staðnum mun húsið standa við hlið Skjaldbreiðar sem ákveðið hefur verið að endurnýja.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×