Erlent

Búast við að Assange verði handtekinn í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Julian Assange er staddur í Bretlandi. Mynd/ afp.
Julian Assange er staddur í Bretlandi. Mynd/ afp.
Breska lögreglan, Scotland Yard, veit hvar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, heldur sig og gera ráð fyrir því að þeir geti handtekið hann síðar í dag. Þetta er fullyrt á fréttavef Daily Mail. Sænskur dómstóll gaf nýlega út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum vegna ásakana um kynferðisbrot.

Daily Mail segir að það hafi komið í ljós í dag að Assange hafi sloppið við handtöku í gær af þeirri ástæðu einni að sænska lögreglan stóð ranglega að verki þegar að hún gaf út handtökuskipunina. Því var búist við því að ný handtökuskipun yrði gefin út í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×