Erlent

Segjast hafa fundið lækningu við Parkinsonsveikinni

Leikarinn Michael Fox er einn af þekktum einstaklingum í heiminum sem þjást af Parkinsonsveikinni.
Leikarinn Michael Fox er einn af þekktum einstaklingum í heiminum sem þjást af Parkinsonsveikinni.

Rússneskir vísindamenn segjast hafa fundið upp lyf sem gæti læknað Parkinsonsveikina. Þeir hafa fundið upp efnablöndu sem slær á eða fjarlægir öll einkenni Parkinsonsveikinnar í tilraunadýrum.

Þetta kemur fram á vefsíðunni healthcarendiet.com. Þar er haft eftir Konstantin Volcho talsmanni Vorozhtsov stofnunarinnar í Síberíu að tilraunir með efnablönduna á dýrum sýni að öll einkenni Parkinsons hverfi og að ekki þurfi frekari lyfjagjöf eftir það. Þessar tilraunir hafi staðið yfir í langan tíma.

Rússarnir hafa sótt um einkaleyfi á efnablöndunni en talið er að eftir um tvö ár verði hægt að prófa hana á Parkinsonssjúklingum. Sem stendur er Parkinsonsveikin ólæknandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×