Baráttan í N1-deild karla í handbolta heldur áfram í kvöld þegar þrír leikir fram.
Toppbaráttulið Vals og HK mætast í Vodafonehöllinni en Valsmenn höfðu betur þegar liðin áttust við í Digranesi fyrr í vetur.
FH tekur á móti Stjörnunni í Kaplakrika en Hafnfirðingar unnu leik liðanna í Mýrinni fyrr í vetur.
Þá tekur Akureyri á móti botnliði Fram en sá leikur hefst hálftíma á undan hinum tveimur.
Leikir kvöldsins:
Akureyri-Fram kl. 19
FH-Stjarnan kl. 19.30
Valur-HK kl. 19.30