Erlent

Lítill hundur og stóór flugvél

Óli Tynes skrifar
Margur er knár þó hann sé smár.
Margur er knár þó hann sé smár.

Skapstyggur smáhundur varð til þess að farþegaþota frá USAirways með 122 innanborðs varð að nauðlenda á leið sinni frá Newark til Phoenix í gær. Eigandinn var með hundinn í búri undir sæti sínu. Reglum samkvæmt átti hann að vera þar meðan á fluginu stóð.

Eigandinn þurfti hinsvegar eitthvað að kjassa hann og tók hann úr búrinu. Það var eins og við manninn mælt, voffi stakk af og endasentist um flugvélina. Hann tók því illa þegar flugfreyja reyndi að fanga hann og glefsaði í hana. Sama gerðist með farþega. Flugstjórinn ákvað að snúa vélinni til Pittsburg til að fá gert að sárum þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×