Erlent

Herra Jónsson verður Frábær

Captain Awesome (ber að ofan), systir Chuck og Chuck sjálfur
Captain Awesome (ber að ofan), systir Chuck og Chuck sjálfur

Douglas Allen Smith Jr. fannst nafnið sitt ekki alveg nógu spennandi og hefur því fengið því fengið nafninu breytt í „Captain Awesome."

Awesome, sem upp á ástkæra ylhýra myndi kallast Kapteinn Frábær, heillaðist af einni persónunni í gamansömu spennuþáttaröðinni Chuck en mágur aðalpersónunnar, læknirinn Devon Woodcomb, er gjarnan kallaður Captain Awesome.

Frábær segist hafa fallið fyrir nafninu þegar hann vissi að pabbi Devons kallaði son sinn þessu gælunafni „því slæm gælunöfn leiða af sér sterkan persónuleika."

Dómari í Oregon, þar sem Frábær býr, ætlaði í fyrstu ekki að samþykkja nafnabreytinguna og fannst hún heldur kjánaleg. Hann féllst þó á hana eftir að Frábær hafði svarið þess eið að hann væri ekki að skipta um nafn í sviksamlegum tilgangi.

Frábær fékk einnig leyfi dómara til að breyta opinberri undirskrift sinni í ör til hægri, broskall og ör til vinstri.

Viðskiptabanki Frábærs var samt ekki jafn frábær og neitaði þessari nýju undirskrift á bankagögnum með vísan í að hana væri of auðvelt að falsa.

Þættirnir um Chuck eru sýndir á Stöð 2 og er sá næsti á dagskrá í kvöld klukkan 21.45.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×