Innlent

Frumvarp Árna Páls vegna gengislána lagt fram

Mynd/GVA
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um gengisbundin lán. Markmið frumvarpsins er að tryggja öllum einstaklingum sem tóku gengisbundin fasteignaveðlán eða bílalán lægri eftirstöðvar, til samræmis við dóm Hæstaréttar frá 16. september. Frumvarpinu er ætlað tryggja sanngirni, það er að allir lántakendur fái þann ávinning sem dómur Hæstaréttar boðar, óháð orðalagi lánasamnings.

Fram kemur að tap lánastofnana vegna gengistryggðra lána geti orðið 108 milljarðar. Þar af eru um 50 milljarðar vegna einstaklinga og 58 milljarðar vegna fyrirtækja. „Þessi niðurstaða er að mati Fjármálaeftirlitsins sú versta mögulega miðað við gefnar forsendur. Í einhverjum tilvikum eiga fjármálafyrirtæki möguleika á að minnka tap sitt, ýmist með því að ná betri innheimtu annarra lánssamninga eða með skuldajöfnun," segir í frumvarpinu sem hægt er að lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×