Innlent

Eftirlit bandaríska sendiráðsins vekur athygli ytra

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Njósnir eftirlitssveitar bandaríska sendiráðsins hér á landi vekja athygli ytra. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið í dag og segir íslensk stjórnvöld hafa störf eftirleitssveitarinnar til skoðunar. Samskonar sveitir hafa starfað á hinum Norðurlöndunum og valdið uppnámi þar.

Forsagan er sú að sjónvarpsstöðin TV2 í Noregi upplýsti nýverið að Bandaríkjamenn höfðu njósnað kerfisbundið um Norðmenn í Osló. Fram kom að njósnað hefði verið um fleiri hundruð Norðmenn í höfuðborginni á undanförnum tíu árum. Í framhaldinu komst upp um samskonar mál á hinum Norðurlöndunum.

Í frétt BBC er haft eftir Beatrice Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, að sænsk stjórnvöld líti eftirlit bandaríska sendiráðsins þar í landi afar alvarlegum augum.


Tengdar fréttir

Norska stjórnin vill öll spil upp á borðið

Bandaríska sendiráðið í Osló hefur starfrækt leyniþjónustudeild, sem hefur safnað upplýsingum um hundruð norskra ríkisborgara. Meðal þeirra sem starfað hafa fyrir deildina eru fimmtán til tuttugu Norðmenn, þar á meðal fyrrverandi norskir lögreglumenn á eftirlaunum.

Ekki kunnugt um njósnir - eftirlitssveit samt starfrækt

Utanríkisráðuneytinu er ekki kunnugt um að bandaríska sendiráðið njósni um Íslendinga líkt og hefur gerst á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins til Vísis.

Ríkislögreglustjóri kannar hvort njósnað er um Íslendinga

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra hefur fundað með ríkislögreglustjóra og farið þess á leit við hann að kannað verði hvort Bandaríkjamenn hafi fylgst með ferðum almennra borgara við sendiráðiið á Laufásvegi. Þetta sagði Ögmundur við upphaf þingfundar í dag.

Starfsmenn Securitas leituðu að sprengjum á Laufásvegi

Óeinkennisklæddir starfsmenn Securitas sáu um öryggisgæslu og sprengjuleit við sendiráð Bandaríkjanna allt til ársins 2005. Þetta staðfestir Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×