Innlent

Yfirlýsing frá Stoðum hf

Stoðir hf vilja árétta að málð tengist Fasteignafélaginu Stoðum en ekki Stoðum hf.
Stoðir hf vilja árétta að málð tengist Fasteignafélaginu Stoðum en ekki Stoðum hf.
Stoðir hf. hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast vilja leiðrétta misskilning sem rekja megi til tilkynningar sérstaks saksóknara um húsleitir sem fram fóru í dag.

Í tilkynningunni er tilgreint að eitt mála til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara lúti að "lánveitingum til Stoða hf (síðar Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S." Stoðir hf. vilja árétta að hér er ekki um Stoðir hf. að ræða, heldur Fasteignafélagið Stoðir hf. sem síðar fékk heitið Landic Property.

Í tilkynningu segir að Sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Stoðum hf. Embætti sérstaks saksóknara hafi lagt hald á tiltekin gögn á skrifstofu félagsins í dag, en þau gögn tengist ekki starfsemi Stoða hf í núverandi mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×