Erlent

Þiggur ekki bónusinn

Miklar tafir hafa verið í Bretlandi undanfarna daga.
Miklar tafir hafa verið í Bretlandi undanfarna daga. Mynd/AFP
Colin Matthews, yfirmaður Heathrow flugvallar í London, lýsti því yfir í dag að hann myndi ekki þiggja árlegan 170 milljóna króna bónus vegna mikilla tafa sem hafa orðið á flugi þar vegna fannfergis.

„Aðstæður flugfarþega síðustu daga hafa verið óásættanlegar. Ég ber ábyrgð á því og því hef ég ákveðið að þiggja ekki bónusinn fyrir árið 2010," sagði Colin.

Þúsundir ferðalanga eru enn strandaglópar á flugvellinum og hafa sumir þurft að dvelja þar dögum saman.

Flugfyrirtækið British Airways hefur þurft að aflýsa tvö þúsund flugferðum og þá hefur yfir 40 fullum vélum verið vísað á aðra flugvelli í nágrenni við Bretland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×