Erlent

Samkynhneigð dauðadómur í Úganda - staðan slæm í Afríku

Það er eins gott að leyna kynhneigð sinni í Úganda, þar er maður dæmdur til dauða fyrir að elska einstakling af sama kyni.
Það er eins gott að leyna kynhneigð sinni í Úganda, þar er maður dæmdur til dauða fyrir að elska einstakling af sama kyni.

Það hefur aldrei verið jafn erfitt að vera samkynhenigður í Afríku samkvæmt úttekt Washington Post um stöðu samkynhneigðra í álfunni. Þannig hafa stjónvöld í Úganda fest dauðarefsingar í lög fyrir þá sem stunda kynlíf með aðila af sama kyni.

Ástandið er engu betra í Afríkulöndum á borð við Zimbabwe, Senegal og Kamerún.

Í síðastnefnda landinu hafa samkynhneigðir þurft að þola ofbeldisárásir lögreglumanna. Fjölmiðlar gagnrýna þá harkalega og stjórnmálamenn taka þátt í hatrinu.

Í grein Washinghton Post kemur fram að á undanförnum árum hafa samkynhneigðir talað opinskáar um málefnið en áður.

Þeirra sjónarmiðum hefur hinsvegar ítrekað verið mætt með ofbeldi og fordæmingu yfirvalda og trúarhópa, þá skiptir engu hvort kristni eða islam sé að ræða. Ofbeldisfullir klerkar tala hatrammlega gegn samkynhneigð og segja þrýsting frá vestrænum hagsmunasamtökum vera árás á fjölskyldugildi Afríkubúa.

Alþjóðleg hagsmunasamtök samkynhneigðra hafa verulegar áhyggjur af sívaxandi hatri gagnvart samkynhneigðum í Afríku.

Þannig segir Monica Mbaru, stjórnandi alþjóðlegra mannréttindasamtaka handa samkynhneigðum, sem er staðsett í Höfðaborg, að það hafi aldrei verið jafn erfitt að vera samkynhneigður í Afríku.

Hér má lesa greinina í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×